Færsluflokkur: Dægurmál

Rigning og sumarfrí

Ég verð í sumarfríi þessa viku. Og þá fór loksins að rigna, það er gott að fá smá skvettu, ég slepp þá líka við að fara í golf. Golf er reyndar ágæt hreyfing, styrkir og eykur úthald, hringurinn er rúmir 5,2 Km. Tók upp þessa iðju fyrir nokkrum árum enn hætti svo alveg í fjögur ár,enn í sumar var ég dreginn af stað aftur. Gallinn við golfið er sá að ef manni tekst vel upp þá hverfa nokkrar veiðibakteríur. Enn úr því farið er að rigna skrepp ég sennilega vestur á Snæfellsnes í veiði og við það hverfa einhverjar golfbakteríur. Reyndar er þessi sumarleyfisvika full plönuð hjá mér og ekki öruggt að ég komist í veiði því ég ætla að eyða vikunni með henni Andreu Thelmu dótturdóttur minn sem er fimm ára, það er öruggt að vikan verður skemmtileg því stúlkan sú veit alveg hvernig stjórna á honum afa sínum. Renndi yfir veiðisíðurnar í morgunn og sami moksturinn virðist allsstaðar, það er eintóm hamingja hjá þeim veiðimönnum sem átt hafa bókaða veiðidaga undanfarið, bara gott mál. Aldrei að vita nema sú stutta vilji fara með þeim gamla á Snæfellisnesið og prófa veiði. Sá á MBL að Guðjón er hættur með IA spurning um hvort það verður til góðs til lengri tíma litið, enn allir vilja sjá árangurinn strax. Eiður Smári virðist hafa traust hjá stjóra Barcelona, flott fyrir Eið. Ég bíð spenntur eftir fregnum hvaða lið fær að nýta krafta Jón A. Stefánssonr körfuboltakappa.


Búðir á Snæfelssnesi

Það kemur engum hlutdrægni mín á óvart þegar Snæfellsnesið er annars vegar. Þangað fer ég eins oft og ég mögulega get og hæli því eins oft og ég get. 

Langþráðar vegabætur hafa átt sér stað á nesinu síðustu ár sem betur fer. Til viðbótar við almenna vegakerfið er búið að lagfæra veginn að hótel Búðum og Búðakirkju. Ekki var vanþörf á, þvi vegurinn var stórhættulegur og annaði ekki þeirri miklu umferð þangað niður eftir. Ég er afar ánægður með hvernig til tókst. Gamla vegstæðið fékk að halda sér og hlykkjast vegurinn áfram í gegnum hraunið. Hann er aðeins breiðari og ekkert umhverfisrask átti sér stað. Hótel Búðum og Búðakirkju er verðugur sómi sýndur með þessari vegagerð. Umhverfi Búða er alveg ótrúlegt og erfitt reynist að finna ástæðu þess að svæðið gagntekur flesta sem þangað leggja leið sína.  Nú loksins hægt að aka á varanlegu slitlagi kringum Snæfellsnes, lokið hefur verið við að leggja á síðasta hluta vegarins í Snæfellsnesþjóðgarði eins og svæðið er nefnt í dag, reyndar var alltaf talað um að fara "framanundir". Sama á við um veginn fyrir nesið og í Búðahrauni, vegstæðið er að mestu það gamla.Tekist hefur að leggja þessa nýju vegspotta í mesta bróðerni við náttúruna.

Til hamingju Snæfellingar.

 

 


Sandarar eru frábærir.

Fór inná hellissandur.is, þræl flott framtak hjá Hauki Má að halda út þessari síðu. Góður vefur í tengslum við Sandaragleðina sem var næstum í "beinni."

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband