Fækkun ferðamanna- einfaldur fréttaflutningur.

Ferðaþjónustan er sú grein sem mestar vonir voru bundnar við. Eftir fall krónunnar var Ísland allt í einu orðið land sem verðlag var orðið nokkuð viðráðanlegt fyrir Evrópubúa.

Atvinnugreinin var kát, mikil aukning í komu erlendra ferðamanna og innlendir ferðuðust minna til útlanda. Þetta var árið 2009. Í ár bregður svo við að um greinilega fækkun er að ræða nú á vordögum. Í fréttum í gær var fullyrt að um fimmtungs samdrátt í aprílmánuði vegna Eyjafjallajökuls. Ég spyr er þetta ekki full djúpt í árina tekið? Vissulega hefur verið röskun á flugi og margir ekki komist til landsins, samt er þetta of mikil einföldun. Það er margt sem hefur áhrif á ferðalög fólks og hvert fólk ákveður að ferðast í sumarleyfinu. 

 Þótt gosið hafi áhrif á flugsamgöngur er meira sem kemur til. Menn eru búnir að gleyma því að allt árið í fyrra voru hótelin í Reykjavík fullbókuð af jakkafataklæddum rukkurum, vegna hrunsins.

Ég vil benda á nokkur atriði sem hafa áhrif á ferðalög Evrópubúa. Efnahagsástandið í Evrópu hefur áhrif. Kaldur vetur og kalt vor Í Evrópu gerir það að verkum að frekar er valið að ferðast til hlýrri landa í sumarleyfinu. Heimsmeistarakeppni og Evrópukeppni í knattspyrnu hafa alltaf haft árif á komu ferðamanna í júnímánuði. 

Þessi atriði sem ég bendi á eru byggð á áratuga reynslu minni í ferðaþjónustu og eru ekki ný af nálinni.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband