Fækkun ferðamanna- einfaldur fréttaflutningur.

Ferðaþjónustan er sú grein sem mestar vonir voru bundnar við. Eftir fall krónunnar var Ísland allt í einu orðið land sem verðlag var orðið nokkuð viðráðanlegt fyrir Evrópubúa.

Atvinnugreinin var kát, mikil aukning í komu erlendra ferðamanna og innlendir ferðuðust minna til útlanda. Þetta var árið 2009. Í ár bregður svo við að um greinilega fækkun er að ræða nú á vordögum. Í fréttum í gær var fullyrt að um fimmtungs samdrátt í aprílmánuði vegna Eyjafjallajökuls. Ég spyr er þetta ekki full djúpt í árina tekið? Vissulega hefur verið röskun á flugi og margir ekki komist til landsins, samt er þetta of mikil einföldun. Það er margt sem hefur áhrif á ferðalög fólks og hvert fólk ákveður að ferðast í sumarleyfinu. 

 Þótt gosið hafi áhrif á flugsamgöngur er meira sem kemur til. Menn eru búnir að gleyma því að allt árið í fyrra voru hótelin í Reykjavík fullbókuð af jakkafataklæddum rukkurum, vegna hrunsins.

Ég vil benda á nokkur atriði sem hafa áhrif á ferðalög Evrópubúa. Efnahagsástandið í Evrópu hefur áhrif. Kaldur vetur og kalt vor Í Evrópu gerir það að verkum að frekar er valið að ferðast til hlýrri landa í sumarleyfinu. Heimsmeistarakeppni og Evrópukeppni í knattspyrnu hafa alltaf haft árif á komu ferðamanna í júnímánuði. 

Þessi atriði sem ég bendi á eru byggð á áratuga reynslu minni í ferðaþjónustu og eru ekki ný af nálinni.

 


Ríkisútvarpið er tímaskekkja

Nú kemur best í ljós hversu starfsemi  RUV er mikil tímaskekkja. Ríkið á alls ekki starfa á samkeppnismarkaði um afþreyingu. Ef stjórnvöld vilja taka þátt í þeim samkeppnisdansi á að taka upp myndlykláskrift hjá RUV en ekki viðhafa nefskatt.


mbl.is Tíu-fréttir Sjónvarps styttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nægu er að mótmæla.

Allir hafa fylgst með mótmælahópum undanfarnar vikur.  Það á að vera réttur fólks að mótmæla þegar það telur á rétt sinn gengið.  Mótmælendur afrekuðu ýmislegt. Rekja má afsögn ríkisstjórnarinnar að einhverjum hluta til mótmælanna.  Aftur á móti þurfa mótmælendur að halda áfram, því af mörgu er að taka. Mótmælendur ættu að halda áfram og veita vinstri stjórninni aðhald.

Nokkur mál sem má mótmæla.

Heilbrigðisráðherra, mótmæla því að hann gegni áfram stöðu formanns BSRB.

Umhverfisráðherra,mótmæla því að reyna að leggjast gegn eðlilegri uppbyggingu atvinnutækifæra.

Forsætis og fjármálaráðherra, mótmæla því að víkja  burt hæfu starfsfóki ráðuneytanna án ástæðu.

Ríkisstjórnin, mótmæla því að hún noti stólana í þágu flokkshagsmuna vegna komandi kosninga í stað þess að  vinna að lausn kreppunnar.

Ríkisstjórnin, mótmæla því að hún víki burt fólki úr nefndum og ráðum án þess að skipunartími sé liðinn.

Ríkisstjórnin, mótmæla að ekki séu lækkuð laun obinberra starfsmanna um 15-20% eins og fólk á almennum markaði verður að taka á sig.

Mótmæla fyrir utan verslanir Baugs/Gaums/Haga á Íslandi og hvetja fólk til að versla ekki í þeirra verslunum.


Áhættufjárfestingasjóður eða lífeyrissjóður?

Er það kostur eða galli að lífeyrissjóðirnir sé áhættufjárfestingarsjóðir?

Það má hugsa sér uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu. Þær reglur sem lagt var upp með við stofnun sjóðanna (1968)  eiga ekki lengur við og eru löngu úreltar. Voru settar af eðlilegum ástæðum á sínum tíma til að tryggja vöxt sjóðanna. Venjulegur maður hefur greitt 10% tekna í lífeyrissjóðiVið fráfall hverfur sjóðsinneignin  það er galli, hún á að erfast. Einnig hafa margar forsendur hafa breyst í grundvallaratriðum.

Inneign hvers og eins verði uppreiknuð og breytist í eign  í samræmi við það sem greitt hefur  verið inn í sjóðinn. Verði sér eign sjóðsfélaga.
 Við aðstæður eins og núna á að gefa  fólki kost á að fá inneign sína útborgaða, frá dregst skuld við sjóðinn. 
 Þeir sem ekki skulda sínum sjóði geta gert upp önnur lán.
 Þeir sem ekki skulda geta fengið sína inneign greidda  vilji þeir það , ávaxtað sitt pund sjálfir ef þeir vilja  eða  hjálpa öðrum fjölskyldumeðlimum við að leysa sinn fjárhagsvanda.
Þetta gæti einnig stuðlað að þeim möguleika margra, hætta fyrr á vinnumarkaði  og þá losnar pláss fyrir yngra fólk.

Rigning og sumarfrí

Ég verð í sumarfríi þessa viku. Og þá fór loksins að rigna, það er gott að fá smá skvettu, ég slepp þá líka við að fara í golf. Golf er reyndar ágæt hreyfing, styrkir og eykur úthald, hringurinn er rúmir 5,2 Km. Tók upp þessa iðju fyrir nokkrum árum enn hætti svo alveg í fjögur ár,enn í sumar var ég dreginn af stað aftur. Gallinn við golfið er sá að ef manni tekst vel upp þá hverfa nokkrar veiðibakteríur. Enn úr því farið er að rigna skrepp ég sennilega vestur á Snæfellsnes í veiði og við það hverfa einhverjar golfbakteríur. Reyndar er þessi sumarleyfisvika full plönuð hjá mér og ekki öruggt að ég komist í veiði því ég ætla að eyða vikunni með henni Andreu Thelmu dótturdóttur minn sem er fimm ára, það er öruggt að vikan verður skemmtileg því stúlkan sú veit alveg hvernig stjórna á honum afa sínum. Renndi yfir veiðisíðurnar í morgunn og sami moksturinn virðist allsstaðar, það er eintóm hamingja hjá þeim veiðimönnum sem átt hafa bókaða veiðidaga undanfarið, bara gott mál. Aldrei að vita nema sú stutta vilji fara með þeim gamla á Snæfellisnesið og prófa veiði. Sá á MBL að Guðjón er hættur með IA spurning um hvort það verður til góðs til lengri tíma litið, enn allir vilja sjá árangurinn strax. Eiður Smári virðist hafa traust hjá stjóra Barcelona, flott fyrir Eið. Ég bíð spenntur eftir fregnum hvaða lið fær að nýta krafta Jón A. Stefánssonr körfuboltakappa.


Búðir á Snæfelssnesi

Það kemur engum hlutdrægni mín á óvart þegar Snæfellsnesið er annars vegar. Þangað fer ég eins oft og ég mögulega get og hæli því eins oft og ég get. 

Langþráðar vegabætur hafa átt sér stað á nesinu síðustu ár sem betur fer. Til viðbótar við almenna vegakerfið er búið að lagfæra veginn að hótel Búðum og Búðakirkju. Ekki var vanþörf á, þvi vegurinn var stórhættulegur og annaði ekki þeirri miklu umferð þangað niður eftir. Ég er afar ánægður með hvernig til tókst. Gamla vegstæðið fékk að halda sér og hlykkjast vegurinn áfram í gegnum hraunið. Hann er aðeins breiðari og ekkert umhverfisrask átti sér stað. Hótel Búðum og Búðakirkju er verðugur sómi sýndur með þessari vegagerð. Umhverfi Búða er alveg ótrúlegt og erfitt reynist að finna ástæðu þess að svæðið gagntekur flesta sem þangað leggja leið sína.  Nú loksins hægt að aka á varanlegu slitlagi kringum Snæfellsnes, lokið hefur verið við að leggja á síðasta hluta vegarins í Snæfellsnesþjóðgarði eins og svæðið er nefnt í dag, reyndar var alltaf talað um að fara "framanundir". Sama á við um veginn fyrir nesið og í Búðahrauni, vegstæðið er að mestu það gamla.Tekist hefur að leggja þessa nýju vegspotta í mesta bróðerni við náttúruna.

Til hamingju Snæfellingar.

 

 


Sandarar eru frábærir.

Fór inná hellissandur.is, þræl flott framtak hjá Hauki Má að halda út þessari síðu. Góður vefur í tengslum við Sandaragleðina sem var næstum í "beinni."

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband